Innlent

Þrír handteknir vegna gruns um ölvunarakstur

Bjarki Ármannsson skrifar
Þrír ökumenn voru í gærkvöldi og í nótt handteknir vegna gruns um ölvun við akstur á höfuðborgarsvæðinu.
Þrír ökumenn voru í gærkvöldi og í nótt handteknir vegna gruns um ölvun við akstur á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Stefán
Þrír ökumenn voru í gærkvöldi og í nótt handteknir vegna gruns um ölvun við akstur á höfuðborgarsvæðinu. Einn þeirra var að auki með útrunnin ökuréttindi og annar hafði verið sviptur ökuréttindum fyrir nokkru.

Sá fyrrnefndi hafði jafnframt ekki virt stöðvunarmerki lögreglu, að því er segir í skýrslu lögreglunnar, og var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum framburðarskýrslu.

Þá voru tveir karlmenn handteknir, í sitthvoru málinu, í miðborginni um klukkan þrjú í nótt þar sem þeir voru með meint fíkniefni meðferðis. Voru þeir frjálsir ferða sinna að skýrslutöku lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×