Innlent

Þrír grunaðir um nauðgun og frelsissviptingu

Andri Ólafsson skrifar
Mennirnir voru handteknir á mánudag og í kjölfarið því úrskurðaðir í vikulangt gælsuvarðhald.
Mennirnir voru handteknir á mánudag og í kjölfarið því úrskurðaðir í vikulangt gælsuvarðhald. vísir/anton brink
Þrír karlmenn voru á þriðjudagskvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að þeir hafi svipt konu frelsi og nauðgað henni.

Konan sem varð fyrir árásinni hafði leitað til lögreglu daginn áður og tilkynnt nauðgun. Farið var með hana í kjölfarið á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum. Mennirnir þrír voru handteknir síðar um daginn.

Verjendur þeirra hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar en niðurstöðu kærunnar er að vænta í dag. Gæsluvarðhaldsins var meðal annars krafist til að tryggja að mennirnir þrír gætu ekki samræmt framburðinn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×