Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir að hafa fallið í vetrarfærðinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/tumi

Minnst þrír slösuðust í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að þeir féllu í slæmu færi. Lögreglan var kölluð til og voru viðkomandi fluttir á slysadeild til skoðunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Á fyrsta tímanum í nótt var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi en tvær tennur brotnuðu í fórnarlambinu. Árásarmaðurinn hafði flúið en lögreglan veit um hvern ræðir.

Skömmu eftir miðnætti hafði lögreglan afskipti af hífuðum manni sem gekk á Gömlu-Hringbraut og henti sér fyrir bíla. Reyndi hann meðal annars að kasta sér fyrir lögreglubíl og var í kjölfarið færður á lögreglustöð. Þegar lögreglumenn ætluðu að koma honum heim neitaði hann og veittist að þeim. Gisti hann því fangageymslur.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir undir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var einn ökumaður stöðvaður á bifreið sem ekki hafði verið skafið af. Ökutækið reyndist ótryggt og var það því kyrrsett og skráningarnúmerin klippt af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×