Erlent

Þrír fjórðu telja Hillary Clinton óheiðarlega

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Einungis 25 prósent Bandaríkjamanna telja Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, heiðarlegri en Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. 41 prósent telur Trump heiðarlegri en 32 prósent hvorugt þeirra nógu heiðarlegt til að gegna embætti forseta. Þetta kemur fram í nýrri könnun NBC og Wall Street Journal sem birtist í gær. Þá segja 70 prósent aðspurðra meintan óheiðarleika Clinton alvarlegt áhyggjuefni.

Clinton mælist þó með fimm prósentustiga forskot á Trump hvað fylgi varðar. Mælist hún með 46 prósenta fylgi en Trump 41 prósent. Þær tölur ríma vel við meðaltal skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Þar nýtur Clinton­ fylgis 46 prósenta Bandaríkjamanna en Trump 40 prósenta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×