Erlent

Þrír drykkir á dag geta valdið lifrarkrabba

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Mælt er með því að konur drekki ekki fleiri en einn drykk á dag.
Mælt er með því að konur drekki ekki fleiri en einn drykk á dag. NORDICPHOTOS/GETTY
Þeir sem drekka þrjá drykki af áfengi á dag eru meðal þeirra sem eiga á hættu að fá krabbamein í lifur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar óháðu samtakanna The World Cancer Reserach Fund sem erlendir fjölmiðlar vitna í.

Stuðst var við gögn úr 34 rannsóknum á heilsufari yfir átta milljóna einstaklinga. Af þeim voru 24.500 með krabbamein í lifur. Mælt er með því að konur drekki ekki fleiri en einn drykk á dag og karlar ekki fleiri en tvo til að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn.

Offita er einnig áhættuvaldur, að því er niðurstöður rannsóknarinnar sýna.

Greint er frá sterkum vísbendingum um að kaffi geti átt þátt í að vernda gegn lifrarkrabbameini. Ekki er tekið fram hversu mikið þarf að drekka til þess.

Hvað er einn drykkur af áfengi?

Einn drykkur eða vínskammtur inniheldur um 12 g af hreinu áfengi.

Slíkur skammtur

svarar til u.þ.b.

30 ml af brenndu

víni

150 ml af léttu víni

400 ml af bjór

Heimild:SÁÁ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×