Innlent

Þrír árekstrar við Gullinbrú

Lögreglubifreiðin dregin af vettvangi.
Lögreglubifreiðin dregin af vettvangi. vísir/arnar ingi vilhjálmsson
Harður árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða fyrir ofan Gullinbrú rétt eftir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en meiðsl fólksins eru talin minniháttar.

Skömmu síðar varð annar árekstur við Gullinbrú og var veginum í kjölfarið lokað til suðurs og umferðinni beint niður Bryggjuhverfið. Þá virðist ökumaður hafa blindast af sólinni, sem á þessum tímapunkti var heldur lágt á lofti, og ekki orðið var við lokunina. Það fór svo að bifreið hans hafnaði á lögreglubifreið sem er töluvert skemmd og draga þurfti fararskjótana af vettvangi. Engan sakaði.

Þá varð minniháttar aftanákeyrsla á sömu slóðum, á svipuðum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×