SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Brendan Rodgers ađ sćkja Toure til Liverpool

SPORT

Ţriggja leikja taphrina franska handboltalandsliđsins á enda

 
Handbolti
18:57 07. JANÚAR 2016
Nikola Karabatic.
Nikola Karabatic. VÍSIR/EPA

Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka unnu eins marks sigur á Noregi, 27-26, í fyrsta leiknum á Gullmótinu sem fer fram í Frakklandi á næstu dögum.

Franska landsliðið var búið að tapa þremur síðustu leikjum sínum þar á meðal var einn leikur á móti Íslandi á Gullmótinu í Noregi í nóvember.

Frakkar voru skrefinu á undan alla leikinn og þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en norska liðið, sem mætir Íslandi í fyrsta leik á EM, gaf sig ekki og fékk tækifæri til að jafna metin í lokin.

Norðmenn unnu Frakka á Gullmótinu í Osló en urðu að sætta sig við tap í dag. Liðin spila einnig við Danmörku og Katar á þessu móti sem klárast um komandi helgi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Ţriggja leikja taphrina franska handboltalandsliđsins á enda
Fara efst