Ţriggja leikja taphrina franska handboltalandsliđsins á enda

 
Handbolti
18:57 07. JANÚAR 2016
Nikola Karabatic.
Nikola Karabatic. VÍSIR/EPA

Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka unnu eins marks sigur á Noregi, 27-26, í fyrsta leiknum á Gullmótinu sem fer fram í Frakklandi á næstu dögum.

Franska landsliðið var búið að tapa þremur síðustu leikjum sínum þar á meðal var einn leikur á móti Íslandi á Gullmótinu í Noregi í nóvember.

Frakkar voru skrefinu á undan alla leikinn og þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en norska liðið, sem mætir Íslandi í fyrsta leik á EM, gaf sig ekki og fékk tækifæri til að jafna metin í lokin.

Norðmenn unnu Frakka á Gullmótinu í Osló en urðu að sætta sig við tap í dag. Liðin spila einnig við Danmörku og Katar á þessu móti sem klárast um komandi helgi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Ţriggja leikja taphrina franska handboltalandsliđsins á enda
Fara efst