Viðskipti innlent

Þriggja ára styrkur

Hafliði Helgason skrifar
Þorsteinn Ingi Sigfússon og Sunna Wallevik, fyrsti styrkþegi Elkem.
Þorsteinn Ingi Sigfússon og Sunna Wallevik, fyrsti styrkþegi Elkem.
Elkem á Íslandi og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa stofnað rann­sóknar­stöðu við Nýsköpunarmiðstöðuna og er ungur efnafræðingur, Sunna Wallevik, fyrsti styrkþegi Elkem.

Staðan er til þriggja ára og mun Sunna aðallega starfa hjá Nýsköpunarmiðstöðinni, en einnig sinna rannsóknum hjá Elkem og nýta tækjabúnað beggja. Áætlað verðmæti styrks Elkem er 40 milljónir króna.

Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, fagnar þessu samkomulagi og segir stefnu á svið endurnýtingar og fullvinnslu í orkuiðnaðnum njóta góðs af stöðunni. Til verði þekkingargrunnur sem geti leitt af sér nýsköpun á breiðu sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×