Erlent

Þriggja ára drengur fannst í bangsasjálfsala

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn í sjálfsalann en eina leiðin virðist vera í gegnum lúguna þar sem bangsarnir detta út þegar þeir eru keyptir.
Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn í sjálfsalann en eina leiðin virðist vera í gegnum lúguna þar sem bangsarnir detta út þegar þeir eru keyptir.
Þriggja ára gamall drengur sem hvarf af heimili sínu í Lincoln í Bandaríkjunum á mánudaginn fannst í bangsasjálfsala.

Móðir drengsins hringdi í neyðarlínuna á mánudagskvöldið og sagði son sinn hafa horfið af heimiliinu meðan hún hún skrapp á klósettið. Lögreglan lýsti þegar eftir drengnum og hóf leit í næsta nágrenni.

Það var svo barþjónn í keiluhöll sem er við sömu götu og drengurinn býr sem sá hann inni í vélinni og áttaði sig á að þarna væri líklega um horfna drenginn að ræða. „Ég held hann hafi ekki einu sinni tekið eftir okkur fyrir utan vélina, hann var svo upptekinn af því að leika sér með bangsana,“ sagði barþjónninn.

Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn í sjálfsalann en eina leiðin virðist vera í gegnum lúguna þar sem bangsarnir detta út þegar þeir eru keyptir.

„Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að komast þarna inn,“ sagði eigandi vélarinnar sem kom með lykil til að opna hana og hleypa drengnum út.

Móðirin verður ekki kærð að sögn lögreglunnar. Hún sagðist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni og var ánægð að fá son sinn í hendurnar aftur heilan á húfi. Drengurinn litli fékk að taka einn bangsann með sér og hefur eflaust verið ánægður með það.

News, Weather and Sports for Lincoln, NE; KLKNTV.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×