Erlent

Þriðjungur ungra Kínverja mun deyja af völdum reykinga

Atli Ísleifsson skrifar
Um þriðja hver sígaretta heims er nú framleidd í Kína. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Um þriðja hver sígaretta heims er nú framleidd í Kína. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Ný rannsókn leiðir í ljós að þriðjungur kínverskra karlmanna undir tvítugu munu láta lífið af völdum reykinga, láti þeir ekki af þeim.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í breska læknatímaritinu Lancet þar sem fram kemur að nærri tveir af hverjum þremur kínverskum karlmönnum reykja og er því spáð að helmingur þeirra muni deyja af völdum reykinga.

Um ein milljón Kínverja létust af völdum reykingum árið 2010. Vísindamennirnir segja að árið 2030 verði fjöldinn kominn í tvær milljónir manna á ári, verði ekkert að gert.

Vísindamenn frá Oxford-háskóla og fulltrúar kínverskra skóla- og heilbrigðisyfirvalda unnu að rannsókninni sem sýnir að reykingar hafi aukist mikið meðal kínverskra karlmanna á síðustu áratugum en dregist saman meðal kvenna.

Um þriðja hver sígaretta heims er nú framleidd í Kína. Kínversk yfirvöld hækkuðu tóbaksskatt í maí síðastliðinn en sígarettur eru þó enn mjög ódýrar í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×