Innlent

Þriðjungur þjóðarinnar tók þátt í Menningarnótt

Erla Björg Gunarsdóttir skrifar
Samkvæmt könnun Gallup lagði þriðjungur þjóðarinnar leið sína í miðborgina á menningarnótt 23. ágúst síðastliðinn.
Samkvæmt könnun Gallup lagði þriðjungur þjóðarinnar leið sína í miðborgina á menningarnótt 23. ágúst síðastliðinn. vísir/ernir
Jákvæðni gagnvart menningarnótt hefur farið vaxandi undanfarin ár og eftir síðustu hátíð í ágúst er leið sagðist tæplega helmingur vera mjög jákvæður gagnvart hátíðinni en 76 prósent landsmanna voru mjög og frekar ánægð.

Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Gallup en ánægja með menningarnótt hefur verið mæld frá árinu 2006.

Þriðjungur þjóðarinnar tók þátt í menningarnótt í ár sem er töluverð aukning frá því í fyrra þegar fjórðungur tók þátt. Þátttaka frá árinu 1999 hefur verið frá rúmum tuttugu prósentum og alveg upp í 39,3 prósent árið 2011.

Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu..
Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að vaxandi ánægja og þátttaka þjóðarinnar í menningarnótt sé tilkomin vegna sameiginlegrar vinnu allra sem komið hafa að hátíðinni. 

„Með hverri menningarnótt bætist í reynslubankann og undanfarin nítján ár hafa hundruð manna lagt þar ríkulega inn. Það á við um listafólk sem leggur til viðburði, öryggisaðila sem koma að skipulagningu á öryggi og aðgengi, fyrirtæki sem leggja til fjárhagslegan stuðning, fyrrverandi og núverandi starfsfólk á Höfuðborgarstofu og öðrum sviðum Reykjavíkurborgar auk fjölda annarra samstarfsaðila.“ segir Einar en á næsta ári fagnar menningarnótt 20 ára afmæli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×