Enski boltinn

Þriðjungur leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar er frá Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling, Steven Gerrard og Jordan Henderson spila reglulega fyrir Liverpool en það sama gildir ekki um alla samlanda þeirra.
Raheem Sterling, Steven Gerrard og Jordan Henderson spila reglulega fyrir Liverpool en það sama gildir ekki um alla samlanda þeirra. vísir/getty
Enskir leikmenn fá fleiri mínútur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á fyrstu mánuðum nýs tímabils en á síðustu leiktíð.

Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn State of the Game sem gerð var fyrir BBC og má lesa í heild sinni hér.

Af heildartíma allra leikjanna í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð spiluðu enskir leikmenn 32,36 prósent mínútanna, en sú tala hefur hækkað upp í 36,08 prósent frá byrjun ágúst til 1. október á nýrri leiktíð.

Þessa aukningu má nánast alfarið þakka nýliðum Burnley sem hafa aðeins notað einn leikmann utan Englands það sem af er. Fyrir utan Burnley fá Englendingar fá tækifæri í úrvalsdeildinni, að því fram kemur í frétt BBC.

Þessi skýrsla kemur út aðeins hálfu ári eftir að Grek Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, gaf út áætlun um að gefa enskum leikmönnum fleiri tækifæri í úrvalsdeildinni með það að markmiði að vinna HM í Katar 2022.

Fram kemur í skýrslunni að Arsenal, Chelsea, Manchester United, Tottenham og meistarar Manchester City noti flesta leikmenn utan Englands í deildinni.

Argentínumönnum hefur fjölgað mikið í úrvalsdeildinni, en þeir eru nú í þriðja sæti á eftir Frökkum og Spánverjum. Það eru fleiri Argentínumenn í ensku úrvalsdeildinni en walesverjar.

Á síðustu leiktíð spiluðu 44 nýir leikmenn fyrir átta efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar og 33 þeirra voru erlendir leikmenn. Fjórðungur þeirra 373 þriggja erlendu leikmanna sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili spiluðu færri en tíu leiki.

Burnley hefur notað flesta enska leikmenn hingað eða þrettán talsins. Chelsea, Stoke og Manchester City hafa aðeins notað þrjá Englendinga.

Á síðustu leiktíð spiluðu aðeins fimm Englendingar alla leikina 38 í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×