Innlent

Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skipverjinn var handtekinn síðastliðna nótt eftir komu Polar Nanoq til landsins.
Skipverjinn var handtekinn síðastliðna nótt eftir komu Polar Nanoq til landsins. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Skipverjinn á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem handtekinn var síðastliðna nótt við umfangsmikinn fíkniefnafund um borð í skipinu, var um klukkan hálf eitt í nótt úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestisr þetta í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá.

Fram kom í tilkynningu frá Polar Seafood í dag að um umtalsvert magn af hassi væri að ræða. Í frétt RÚV segir að magnið sé um tuttugu kíló. Málið er talið óskilt sakamálinu sem lögregla hefur til rannsóknar er snýr að hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Í því máli voru tveir skipverjar á Polar Nanoq úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag en þeir eru grunaðir um manndráp í málinu. Þriðji maðurinn var yfirheyrður síðastliðna nótt og í dag en sleppt síðdegis þar sem hann liggur ekki lengur undir grun að sögn lögreglu.

Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á að mennirnir tveir hafi verið í rauðu Kia Rio-bifreiðinni sem var ekið niður Laugaveginn á laugardagsmorgun, á sama tíma og síðast sást til Birnu. Þá hefur Vísir greint frá því að rannsóknargögn hafi fundist í sömu Kia Rio-bifreið sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum.

Mennirnir neita báðir sök.


Tengdar fréttir

Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks

Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum.

Grunaðir um manndráp

Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×