Fótbolti

Þriðji sigur Basel í jafnmörgum leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir lék síðustu 20 mínúturnar í dag.
Birkir lék síðustu 20 mínúturnar í dag. mynd/facebook-síða basel
Birkir Bjarnason og félagar hans í Basel áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Sion að velli í svissnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 0-3, Basel í vil.

Birkir kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, skömmu eftir að Adama Traoré kom Basel í 0-2. Matías Delgado kom svissnesku meisturunum yfir á 27. mínútu en síðasta mark Basel var sjálfsmark Leo Lacroix, leikmanns Sion.

Basel er með fullt hús stiga á toppi svissnesku deildarinnar eftir þrjá leiki.

Birkir, sem kom til Basel frá Pescara fyrr í sumar, hefur leikið tvo deildarleiki með svissneska liðinu, auk þess sem hann spilaði allan leikinn þegar Basel vann 1-3 sigur á Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×