Innlent

Þriðji maðurinn er ekki í lífshættu

Tveir létust þegar flugvél hrapaði  Hlíðarfjallsveg á Akureyri í dag.
Tveir létust þegar flugvél hrapaði Hlíðarfjallsveg á Akureyri í dag.
Maðurinn sem lifði flugslysið af er ekki talinn vera í lífshættu. Hann var flugmaður vélarinnar. Lögreglan á Akureyri staðfesti þetta í samtali við Vísi rétt í þessu. Að sögn lögreglunnar er maðurinn ekki talinn vera alvarlega slasaður, en hann liggur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju skömmu eftir slysið. Nú þegar hafa 60-70 manns leitað áfallahjálpar þar.


Tengdar fréttir

Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið

Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

"Tók krappa beygju, svo kom mikill hávaði og stórt svart ský“

"Ég var ekki það nálægt þegar flugvélin fór niður en ég sá í hana yfir trén. Hún flaug í norður og var lágt á lofti. Svo tók hún krappa beygju og hvarf bak við trén. Svo kom mikill hávaði og það birtist stórt svart ský bara nánast um leið,"

60-70 manns leituðu áfallahjálpar

Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag

Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast

Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast þegar flugvélin brotlenti á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×