Körfubolti

Þriðja tap Cavaliers í röð | Ellefta tap Thunder | Myndbönd

Guðmunmdur Marinó Ingvarsson skrifar
Kevin Love langar ekki að sjá þessa mynd
Kevin Love langar ekki að sjá þessa mynd vísir/ap
Það gengur erfiðlega hjá LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers að finna taktinn í NBA körfuboltanum. Liðið tapaði þriðja leik sínum í röð í nótt en liðið hefur aðeins unnið fimm af ellefu fyrstu leikjum sínum.

John Wall var allt í öllu hjá Washington Wizards sem vann öruggan 91-78 sigur á Cavaliers. Wall skoraði 28 stig, gaf 7 stoðsendingar, tók 6 fráköst og stal 4 boltum.

Ekki kom að sök að Wizards skoraði aðeins ellefu stig í fjórða leikhluta því Cavaliers skoraði bara þrettán og var sigur Wizards því aldrei í hættu.

LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cavaliers eins og Kyrie Irving. Kevin Love skoraði aðeins 8 stig.

Oklahoma City Thunder tapaði ellefta leiknum sínum af fjórtán í vetur þegar liðið tapaði 94-92 fyrir Brooklyn Nets á heimavelli.

Kevin Durant og Russell Westbrook eru meiddir og munar um minna fyrir Thunder sem hefur tapað fimm leikjum með fjórum stigum eða minna.

Reggie Jackson skoraði 21 stig fyrir Thunder og Serge Ibaka 16. Jarrett Jack skoraði 23 stig af bekknum hjá Nets og Deron Williams 17.



Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets – Orlando Magic 100-105

Philadelphia 76ers – Phoenix Suns 96-122

Atlanta Hawks – Detroit Pistons 99-89

Toronto Raptors – Milwaukee Bucks 124-83

Memphis Grizzlies – Boston Celtics 117-100

Minnesota Timberwolves – San Antonio Spurs 92-121

Oklahoma City Thunder – Brooklyn Nets 92-94

Washington Wizards – Cleveland Cavaliers 91-78

Dallas Mavericks – Los Angeles Lakers 140-106

Denver Nuggets – New Orleans Pelicans 117-97

Golden State Warriors – Utah Jazz 101-88

Portland Trail Blazers – Chicago Bulls 105-87

Bogut og Curry samir við sig: Svona fóru Wall og Beal með Cavaliers: Reggie Jackson fer í gegnum miðja vörn Nets: Glæsileg fyrsta karfaBuno Caboclo í NBA: 'Dýrið“ sýnir frábær tilþrif:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×