Bíó og sjónvarp

Þriðja sería Fortitude að öllum líkindum tekin upp hér á landi

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Þættirnir eiga að gerast í Noregi en þeir eru teknir upp á Reyðarfirði.
Þættirnir eiga að gerast í Noregi en þeir eru teknir upp á Reyðarfirði. mynd/vísir
Kvikmyndavefurinn Klapptré hefur heimildir fyrir því að tökur þriðju seríu Fortitude munu hefjast á Reyðarfirði eftir áramót en Pegasus þjónustar verkefnið. Snorri Þórisson, forstjóri Pegasus, sagði þó í samtali við Vísi að hann vildi ekki fullyrða neitt um málið á þessu stigi. 

Önnur sería þáttaraðarinnar Fortitude verður frumsýnd í janúar á næsta ári. Þáttaröðin var að mestu leyti tekin upp á Reyðarfirði síðasta vetur. Nýjustu stiklu seríunnar má sjá hér

Með hlutverk í annarri seríu þáttaraðarinnar fara meðal annars þau Sofie Gråbøl og hinn íslenski Björn Hlynur Haraldsson. Stórleikarinn Dennis Quaid fer einnig með hlutverk ásamt Michelle Fairley sem þekkt er fyrir leik sinn í Game of Thrones.

Sjöunda þáttaröð Game of Thrones mun einnig vera tekin upp hér á landi en tökur hefjast í janúar á næsta ári. Tökustaðir þáttanna munu meðal annars vera við Skaftafell og á Þingvöllum. 






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×