Íslenski boltinn

Þriðja liðið: Þóroddur hlustar á gagnrýni á sig fyrir leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Er eðlilegt að lélegasti dómari Pepsi-deildarinnar í sumar dæmi bikarúrslitaleikinn?“ var spurt í útvarpsþættinum Fótbolti.net laugardaginn sem bikarúrslitaleikur KR og Stjörnunnar fór fram í ágúst 2012.

Þóroddur átti ekki gott tímabil sumarið 2012 en var valinn til að dæma bikarúrslitaleikinn sem þótti vekja furðu.

„Nei, það er ekki eðlilegt. Mig rámar samt í það að þetta hafi verið að gerast á undanförnum árum,“ var sagt í þættinum.

„Doddi hefur ekki átt sína bestu leiki í sumar. Hann er toppdómari og ég er mjög ánægður með hann en hann hefur ekki fundið sig og það er bara mjög furðulegt að hann skuli fá að flauta þennan leik.“

Þóroddur hlustaði á umræðuna um sig í bíl á leið á leikinn en sjónvarpsþátturinn Þriðja liðið, sem frumsýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, fylgdi honum eftir í bikarúrslitin og veitti magnaða innsýn inn í störf hans þetta sumarið.

„Það var bara „do or die“ fyrir mig. Það var tækifærið mitt til að koma til baka. Ég veit alveg af því að það þótti umdeild ákvörðun á sínum tíma og það hjálpaði mér bara gríðarlega mikið. Þetta var „make it or break it.“,“ sagði Þóroddur í þættinum í gær en leikinn dæmdi hann svo frábærlega.

Þetta brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×