Handbolti

Þrettán mörk Theu dugðu ekki til | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thea Imani Sturludóttir skoraði 13 af 23 mörkum Fylkis í kvöld.
Thea Imani Sturludóttir skoraði 13 af 23 mörkum Fylkis í kvöld. vísir/ernir
Valur vann sinn annan leik í röð í Olís-deild kvenna þegar liðið lagði Fylki að velli, 23-28, í Árbænum í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Fylkishöllinni og tók meðfylgjandi myndir.

Með sigrinum jafnaði Valur Hauka að stigum í 3. sæti deildarinnar. Fylkir er hins vegar áfram með tvö stig í 7. sæti en Árbæingar hafa aðeins unnið einn leik í vetur.

Thea Imani Sturludóttir fór mikinn í leiknum og skoraði 13 af 23 mörkum Fylkis sem var lengst af í eltingarleik.

Valskonur leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-13, og byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Diana Satkauskaite kom Val sex mörkum yfir, 12-18, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Fylkiskonur lögðu ekki árar í bát og náðu tvisvar að minnka muninn í eitt mark. En nær komust þær ekki, Valur seig fram úr á lokamínútum og vann að lokum fimm marka sigur, 23-28.

Satkauskaite var markahæst í liði Vals og skoraði 13 mörk, líkt og Thea. Kristín Guðmundsdóttir kom næst með fjögur mörk.

Mörk Fylkis:

Thea Imani Sturludóttir 13, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Christine Rishaug 2, Vera Pálsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Diljá Mjöll Aronsdóttir 1, Kristjana Björk steinarsdóttir 1.

Mörk Vals:

Diana Satkauskaite 11, Kristín Guðmundsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×