Erlent

Þrettán manns látnir eftir rútuslys í Kaliforníu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað. mynd/ap
Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eftir harkalegan árekstur rútubifreiðar og jepplings nálægt borginni Palm Springs í Kaliforníu.

Tildrög slyssins eru óljós en að sögn sjónarvotta ók rútan á miklum hraða þegar hún skall á hinni bifreiðinni. Samkvæmt lögreglu er ekki enn ljóst hvort hraðaksturinn hafi verið orsök slyssins eða hvort aðrir þættir, líkt og áfengi, lyf eða þreyta, hefðu valdið því.

Þrjátíu manns hið minnsta særðust í slysinu og voru fluttir á sjúkrahús. Af þeim eru fimm í lífshættu og þrír alvarlega slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×