Erlent

Þrettán ára stúlka lést eftir umskurð: læknirinn sýknaður

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Stúlkan sem lést Sohair el-Batea lést eftir að læknirinn gerði umskurð á henni
Stúlkan sem lést Sohair el-Batea lést eftir að læknirinn gerði umskurð á henni Fréttablaðið/AP
Dómstóll í Egyptalandi sýknaði í gær Raslan Fadl lækni, sem sakaður hafði verið um að hafa valdið dauða þrettán ára stúlku með því að gera umskurð á kynfærum hennar.

Dómsúrskurðurinn vakti furðu baráttufólks gegn umskurði kvenna. Þetta var fyrsta dómsmálið í Egyptalandi sem snerist um lemstrun kynfæra kvenna.

Umskurður kvenna er enn mjög útbreiddur í Egyptalandi þótt hann hafi verið bannaður þar með lögum síðan árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×