Viðskipti innlent

Þorvaldur nýr framkvæmdastjóri hjá Nýherja

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þorvaldur Þorláksson.
Þorvaldur Þorláksson. mynd/nýherji
Þorvaldur Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heildsölu og dreifingar hjá Nýherja, en sviðið annast innflutning, sölu og dreifingu á vörum í gegnum heildsölu og rekstur á verkstæði og lager fyrirtækisins.

Þorvaldur var áður deildarstjóri Lausna og þjónustu hjá Nýherja og er hann rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.

Þorvaldur er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Áður var hann deildarstjóri Lausna og þjónustu hjá Nýherja.

Heildsala og dreifing er hluti af nýju skipulagi Nýherja, sem felur í sér aukna áherslu á þjónustu og sölustarf, að því er fram kemur í tilkynningu frá Nýherja.  Þar segir að tæknimenn og sölufólk muni starfa á sama tekjusviði að þróun lausna og í sölu- og markaðssetningu. Þá verði tekjusvið félagsins í nýju skipulagi verða tvö, Lausnir og þjónusta og Heildsala og dreifing.

Nýtt skipulag Nýherja tekur gildi 1. október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×