Enski boltinn

Þorvaldur: Van Gaal eyðir 250 milljónum en fer svo leið eitt og það þykir frábær hugmynd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United tapaði, 2-1, fyrir Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. United komst 1-0 yfir í byrjun seinni hálfleiks.

Hjörvar Hafliðason, Messustjóri á Stöð 2 Sport, velti fyrir sér leikstíl Manchester United síðasta korterið eftir að Marouane Fellaini kom inn á, en þá fór liðið „bara að sparka hátt og langt“ eins og hann orðaði það.

„Það er ekkert að því að sparka hátt og langt ef það gengur upp. Það er ekkert sem bannar það. Það er ekkert í reglunum um að það verði að ná 20 sendingum innan liðs. Þetta er samt mjög sérstakt hjá liði eins og United sem er búið að fjárfesta mikið í tæknilega góðum mönnum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur í Messunni.

„Sam Allardyce og Tony Pulis hafa verið þekktir fyrir að fara beinustu leið sem hægt er að fara. En svo gerir Van Gaal þetta og þá er þetta alveg frábær hugmynd en hann búinn að eyða 250 milljónum punda. Hann er alltaf að tala um hugmyndafræði en ég átta mig ekki á því hver hún er,“ bætti Þorvaldur við.“

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×