Viðskipti innlent

Þorsteinn ráðinn framkvæmdastjóri Allianz

Hörður Ægisson skrifar
Þorsteinn Egilsson
Þorsteinn Egilsson
Þorsteinn Egilsson, svæðisstjóri Icelandair fyrir Norður-Ameríku, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tekur hann við starfinu af Eyjólfi Lárussyni en tilkynnt var fyrr á árinu að hann myndi láta af stjórn hjá félaginu á vormánuðum.

Þorsteinn, sem er véla- og iðnverkfræðingur að mennt, hefur gegnt starfi svæðisstjóra Ice­landair fyrir Norður-Ameríku frá árinu 2008 en þar áður var hann forstöðumaður leiðarkerfisstjórnunar flugfélagsins.

Allianz hóf starfsemi á Íslandi árið 1994 og býður upp á lífeyristryggingar auk líf- og sjúkdómatrygginga. Félagið er að fullu í eigu Hrings, dótturfélags Íslandsbanka, og á árinu 2016 nam hagnaður þess eftir skatta rúmlega 480 milljónum króna. Tekjur Allianz á Íslandi voru um 1.200 milljónir og voru nánast óbreyttar frá árinu 2015.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×