Íslenski boltinn

Þorsteinn Már kominn með leikheimild hjá Ólafsvíkingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorsteinn Már í leik með KR.
Þorsteinn Már í leik með KR. Vísir/Valli
Þorsteinn Már Ragnarsson hefur verið lánaður frá KR til Víkings í Ólafsvík en það er staðfest á félagaskiptavef KSÍ.

Vísir greindi frá því í gær að þetta stæði til en Þorsteinn Már kom upphaflega til KR frá Víkingum fyrir tímabilið 2012. Síðan þá hefur hann skorað tíu mörk í 61 leik.

Víkingur Ólafsvík er sem stendur í sjötta sæti 1. deildar karla með nítján stig en liðið er þó aðeins tveimur stigum frá ÍA sem er í öðru sæti. Leiknir er á toppnum með 27 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×