Fótbolti

Þormóður keppir í Ríó

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/valli
Þormóður Árni Jónsson, júdókappi, hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sætið fær hann í gegnum álfukvótann.

Þetta kemur fram á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hann er samkvæmt heimslista Alþjóða júdósambandsins fengið keppnisrétt á leikunum.

Þormóður er í 64. sæti heimslistans í +100kg flokki sem gefinn var út í lok maímánaðar en 31 íþróttamaður keppir í þyngdarflokknum á leikunum.

Leikarnir í sumar eru þeir þriðju í röð sem Þormóði tekst að tryggja sér þátttökurétt á en hann keppti á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×