Körfubolti

Þórir þrumaði þristi af löngu færi og sló svo í gegn í beinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nebraska-strákarnir voru skemmtilegir.
Nebraska-strákarnir voru skemmtilegir. skjáskot
Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður Nebraska-háskólans í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta, var stjarna næturinnar ásamt félögum sínum þrátt fyrir að spila ekkert í sigri liðsins á Indiana í nótt.

Þórir, sem er stundum kallaður Tóti Túrbó, kveikti í samfélagsmiðlum áður en leikurinn hófst með því að setja niður skot frá eigin þriggja stiga línu. Vægast sagt huggulegt.

Vesturbæingurinn hefur ekki spilað mikið að undanförnu og kom ekkert við sögu þriðja leikinn í röð hjá Nebraska en hann átti samt sem áður stórleik á bekknum ásamt öðrum liðsfélögum sínum.

Bekkurinn hjá Nebraska fór nefnilega á kostum og hlóð í allskonar skemmtileg fögn. Strákarnir léku eftir fjölbragðaglímu, keppni á bobsleða og gáfu einkunn fyrir troðslur eins og í troðslukeppni.

Allt fjörið frá því í nótt má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×