Lífið

Þórir Ólafsson gerist fasteignasali: „Aðeins byrjaður um kvöld og helgar“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þórir Ólafsson er orðinn fasteignasali.
Þórir Ólafsson er orðinn fasteignasali. mynd/domus nova/getty
Handknattleiksmaðurinn Þórir Ólafsson er að skipta um starfsvettvang. Áður var hann hjá Tölvu- og Rafeindaþjónustu Suðurlands, TRS, á Selfossi en um næstu mánaðamót hefur hann störf hjá fasteignasölunni Domusnova.

„Ég er aðeins byrjaður að koma mér inn í þetta um kvöldin og um helgar og hlakka til að byrja af fullum krafti,“ segir Þórir. Hann er menntaður símvirki.

„Ég hef sennilega verið sá síðasti til að ljúka þessu námi. Nú er búið að leggja þetta niður grunar mig og rafvirkjar og rafeindavirkjar hafa tekið við störfum símvirkja,“ segir Þórir. „Síðan datt mér þetta í hug og get ekki beðið eftir því að komast í þennan pakka.“

Þórir Ólafsson er nú spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta. Þegar tveir leikir eru eftir í deildinni er liðið í fallsæti og tvö stig í Fram í sætinu fyrir ofan. „Það er erfitt verkefni framundan og við þurfum að klára þetta tímabil og halda okkur uppi. Svo að tímabili loknu sé ég til hvað ég geri með handboltann.“


Tengdar fréttir

Aron: Erfitt að segja Þóri tíðindin

Hinn leikreyndi og öflugi hornamaður, Þórir Ólafsson, er ekki í æfingahópi landsliðsins fyrir HM. Hann hefur reynst liðinu afar vel í gegnum tíðina. Það kemur því nokkuð á óvart að hann sé skilinn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×