Innlent

Þorgerður hættir sem varaformaður - víkur tímabundið af þingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hætta sem varaformaður flokksins og víkja tímabundið af þingi. Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ í í dag. Hún sagði að trúverðugleiki sinn hefði skaðast.

„Ég sé að ég hef ekki fyllilega sama traust og ég hef áður notið. Ég hef því eftir mikla umhugsun komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og sakir standa að ég láti af embætti varaformanns og ég fari í tímabundið leyfi sem þingmaður meðal annars með tilliti til þeirra þingnefndar sem er að fjalla um rannsóknarskýrslunnar," sagði Þorgerður Katrín.

Hún kom víða við í ræðu og sagði meðal annars að hún og Kristján Arason eiginmaður hennar hafi gert mistök með því að þátt í ríkjandi menningu og viðskiptaháttum bankanna. Störf hennar sem stjórnmálamanns í aðdraganda hrunsins hafi einkennst af andavaraleysi.

„Það er sárt að kveðja varaformannsembættið, en ég get ekki horft fram hjá minni ábyrgð, minni samvisku og mínum trúverðugleika. Ég vil ekki að persóna mín í embætti varaformanns skyggi á það endurreisnarstarf sem vinna þarf innan flokksins, eða þær gríðarlegu mikilvægu kosningar sem framundan eru núna á vormánuðum," sagði Þorgerður Katrín.






Tengdar fréttir

Bjarni vill að landsfundi verði flýtt

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að næsta landsfundi flokksins verði flýtt. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að veita kjörnum forystumönnum flokksins endurnýjað umboð eða kjósa nýtt fólk til þeirra starfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi flokksins sem hófst í Reykjanesbæ í morgun.

Íhugar að hætta sem varaformaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ.

Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×