Íslenski boltinn

Þórður Steinar í Val | Nesta til Ólafsvíkur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þórður Steinar í leik með Blikum.
Þórður Steinar í leik með Blikum. vísir/daníel
Varnarmaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson er genginn í raðir Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en frá þessu greinir fótbolti.net í dag.

Þórður Steinar lék síðast með Breiðabliki í fyrra og átti mjög gott tímabil og var hluti af öflugri vörn Blika sem gerði það gott meðal annars í Evrópudeildinni.

Hann flutti til Danmerkur síðasta haust og var samningi hans þá rift hjá Breiðabliki með samþykki beggja aðila. Þórður er nú kominn aftur heim og spilar með uppeldisfélagi sínu.

„Okkur vantaði leikmann sem getur spilað þessar stöður hægra megin í vörninni, bakvörð og hafsent. Hann er reynslumikill og það er mikill fengur í honum til að auka breiddina í vörninni,“ segir Magnús við fótbolti.net.

Á móti hefur annar varnarmaður Vals, MatarrJobe, betur þekktur sem Nesta, verið lánaður til Ólafsvíkur, en hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×