Innlent

Þórarinn Snorri sækist eftir 4.-6. sæti í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson er 28 ára stjórnmálafræðingur og meistaranemi í sagnfræði.
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson er 28 ára stjórnmálafræðingur og meistaranemi í sagnfræði.
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, gefur kost á sér í 4.-6. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Þórarinn er 28 ára stjórnmálafræðingur og meistaranemi í sagnfræði.

Í tilkynningu kemur fram að Þórarinn Snorri segi Samfylkinguna standa fyrir róttækum breytingum á samfélaginu og telji jafnaðarstefnuna eiga mikinn hljómgrunn innan samfélagsins þó að fylgið hafi mælst lágt undanfarið.

„Á þessu kjörtímabili hefur kristallast þörfin á flokki sem vill meira réttlæti í samfélaginu. Efnahagslegt réttlæti með jafnari skiptingu auðsins, félagslegt réttlæti með stórbættu heilbrigðiskerfi og nauðsynlegar úrbætur á lýðræðiskerfinu okkar og stjórnarskránni . Þetta hafa verið áherslumál jafnaðarmannaflokks Íslands í 100 ár.

Sem ungur frambjóðandi þekki ég af eigin raun vandamál minnar kynslóðar sem fyrst kynslóða í marga áratugi horfir upp á að hafa það verra en kynslóðin á undan þeim. En fyrir utan að berjast fyrir bráðnauðsynlegum aðgerðum í húsnæðismálum og auknu fjármagni til menntakerfisins okkar, þá brenn ég fyrir mannréttindamálum og femínisma, sem ýmsar samfélagsbyltingar síðustu ára sýna að ungt fólk sérstaklega lætur sig varða,“ segir í tilkynningu frá Þórarni Snorra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×