Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi aftur til Eyja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson er mikill fengur fyrir ÍBV.
Þórarinn Ingi Valdimarsson er mikill fengur fyrir ÍBV. vísir/daníel
Eyjamenn eru að fá mikinn liðsstyrk fyrir átökin í seinni hluta Pepsi-deildar karla í fótbolta, en Þórarinn Ingi Valdimarsson er á leið heim og mun spila með ÍBV það sem eftir lifir sumars.

Þetta kemur fram á 433.is en Þórarinn Ingi hefur verið á láni hjá Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni undanfarið eitt og hálft ár.

Norska liðið reyndi að kaupa Þórarinn Inga í sumar en náði ekki samkomulagi við ÍBV. Hann snýr nú aftur heim til Eyja og hjálpar sínu félagi í botnbáttu Pepsi-deildarinnar.

„Ég vildi sjálfur í raun koma heim og hjálpa ÍBV. Eyjamenn eru í vanda staddir og félagið hefur gert allt fyrir mig í gegnum tíðina, vonandi get ég komið heim og hjálpað liðinu,“ segir Þórarinn Ingi við 433.is.

ÍBV er í ellefta og næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar með sjö stig eftir tíu umferðir en liðið vann sinn fyrsta deildarleik í sumar þegar það lagði Keflavík á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×