Íslenski boltinn

Þór skellti Haukum | Fram með fyrsta sigurinn

Jónas Björgvin var á skotskónum í dag.
Jónas Björgvin var á skotskónum í dag. vísir/vísir
Þór skellti Haukum í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í dag, 4-2, en fjórða umferðin klárast í dag með fjórum leikjum. Tveimur þeirra er lokið.

Þetta var annar sigur Þórs á leiktíðinni, en gestirnir úr Hafnarfirði komust yfir með sjálfsmarki Hákons Inga Einarssonar.

Þór svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé; einu frá Jónasi Björgvini Sigurbergssyni og einu frá Gunnari Örvari Stefánssyni.

Gauti Gautason, sem gekk í raðir Þórs frá KR fyrir tímabilið, og Gunnar Örvar Stefánsson bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Aron Jóhannsson minnkaði muninn af vítapunktinum tíu mínútum fyrir leikslok, en lokatölur urðu 4-2 sigur Þórsara.

Þór er í fjórða sætinu með sjö stig eftir fjóra leiki, en Haukarnir eru með fjögur stig í áttunda sæti deildarinnar.

Fram vann sinn fysrta leik í Inkasso-deildinni þetta sumarið þegar liðið vann Huginn á Fellavelli fyrir austan.

Ivan Bubalo skorað eina mark leiksins, en hann var þarna að skora þriðja markið sitt í þremur leikjum. Markið kom á tólftu mínútu.

Fram er í sjöunda sætinu með fimm stig, en Huginn er með þrjú stig í níunda sæti.

Nú klukkan 16.00 hefjast leikir HK og Selfoss annars vegar og hins vegar leikur Leiknis F. og KA.

Úrslit og markaskorarar:

Þór - Haukar 4-2

0-1 Hákon Ingi Einarsson (13.), 1-1 Jónas Björgvin Sigurbergsson (37.), 2-1 Gunnar Örvar Stefánsson (45.), 3-1 Gauti Gautason (48.), 4-1 Gunnar Örvar Stefánsson (68.), 4-2 Aron Jóhannsson (80.).

Huginn - Fram 0-1

0-1 Ivan Bubalo (12.).

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnir frá urslit.net og fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×