Körfubolti

Þór Ak. knúði fram oddaleik | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórsarar sóttu sigur í Smárann.
Þórsarar sóttu sigur í Smárann. vísir/ernir
Þór Ak. jafnaði metin í einvíginu við Breiðablik um sæti í Domino’s deild kvenna á næsta tímabili með 61-70 sigri í Smáranum í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Smáranum og tók meðfylgjandi myndir.

Liðin þurfa að mætast í oddaleik á Akureyri á föstudaginn. Sigurvegarinn í þeim leik tryggir sér sæti í Domino’s-deildinni á næsta tímabili.

Blikar leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 37-35. Í seinni hálfleiknum tóku gestirnir að norðan völdin, spiluðu öfluga vörn og héldu heimakonum í aðeins 24 stigum.

Þórsarar voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann sem liðið vann svo með átta stigum. Lokatölur 61-70, Þór í vil.

Rut Herner Konráðsdóttir var atkvæðamest í liði Þórs með 21 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar. Unnur Lára Ásgeirsdóttir kom næst með 19 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar.

Ísabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 21 stig og tók 15 fráköst í liði Breiðabliks.

Breiðablik-Þór Ak. 61-70 (17-15, 20-20, 12-15, 12-20)

Breiðablik: Isabella Ósk Sigurðardóttir 21/15 fráköst/6 varin skot, Sóllilja Bjarnadóttir 15/7 fráköst/6 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 14/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 4/11 fráköst.

Þór Ak.: Rut Herner Konráðsdóttir 21/5 fráköst/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19/7 fráköst, Thelma Hrund Tryggvadóttir 10/4 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 7, Hrefna Ottósdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/16 fráköst, Erna Rún Magnúsdóttir 2/7 fráköst/8 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×