Innlent

Þór aðstoðaði Þórsnes

Varðskipið Þór kom fiskiskipinu Þórsnesi II SH 209  til aðstoðar eftir að landhelgisgæslunni barst hjálparbeiðni frá skipinu á sjötta tímanum í gærdag.

Þórsnes reyndist vera vélarvana um þrjár sjómílur VNV af Flatey á Breiðarfirði. Varðskipið var staðsett í um þrjátíu sjómílna fjarlægð frá Þórsnesi og hélt því samstundis til aðstoðar.

Gott veður var á staðnum og lítil hreyfing á fiskiskipinu sem er 233 brúttótonn að stærð og 32 metra langt. Þór var kominn að Þórsnesi um klukkan níu í gærkvöldi og dró fiskiskipið til Grundarfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×