MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Thompson frábćr í 34. sigri Golden State

 
Körfubolti
11:15 09. JANÚAR 2016
Thompson í eldlínunni međ Golden State.
Thompson í eldlínunni međ Golden State. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Klay Thompson átti frábæran leik fyrk Golden State í nótt sem vann sinn 34. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í nótt. Meistsararnir frá því í fyrra unnu Portland á útivelli, 128-108.

Það var strax ljóst í hvað stefndi, en afar mikið var skorað í leiknum og lítið um varnir. Klay Thompson endaði á því að skora 36 stig fyrir Golden State, en Damian Lillard bætti um betur fyrir Portland og gerði 40 stig.

Portland hefur því unnið 34 af 36 leikjum sínum og og trónir lang efst á toppi vesturdeildar. Portland er með 38,5% sigurhlutfall eða 15 sigra og 24 tapleiki, en þetta var þriðji tapleikur þeirra í röð.

San Antonio Spurs hefur ekki enn tapað á heimavelli í vetur, en þeir unnu New York Knicks með einu stigi í nótt, 100-99. Tony Parken kom Spurs í 100-97 þegar 33 sekúndur voru eftir og Knicks náði einungis að skora tveggja stiga körfu.

Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með nítján stig, en Spurs var að vinna sinn sjöunda leik í röð. Þeir eru með 84,2 sigurhlutfall% eða 32 sigra og sex tapleiki. Kristaps Porzingis gerði 28 fyrir New York sem er með 47,4% sigurhlutfall (átján sigra og tuttugu tapleiki).

Önnur úrslit næturinnar má sjá hér að neðan sem og nokkur skemmtileg tilþrif frá Youtube-síðu NBA.

Úrslit næturinnar:
Toronto - Washington 97-88
Orlando - Brooklyn 83-77
Indiana - New Orleans 91-86
Dallas - Milwaukee 95-96
Cleveland - Minnesota 125-99
Denver - Memphis 84-91
New York - San Antonio 99-100
Miami - Phoenix 103-95
Golden State - Portland 128-108
Oklahoma City - LA Lakers 117-113


"Ekki-horfa" sending frá Curry:

Topp-10 nćturinnar:

Dwayne Wade međ takta:

Jordan Clarkson setur niđur flautukörfu:
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Thompson frábćr í 34. sigri Golden State
Fara efst