Innlent

Thomas Møller metinn sakhæfur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm
Thomas Frederik Møller Olsen, þrítugur grænlendingur sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur neitar enn sök. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að meta sakhæfi hans.

„Niðurstaðan er bara sú að hann sé sakhæfur,“ segir Kolbrún.

Olsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. maí næstkomandi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi í tæpar fjórtán vikur.

Ákæra var gefin út á hendur Olsen í lok síðasta mánaðar fyrir manndráp annars vegar og fíkniefnalagabrot hins vegar. Hann hefur neitað sök í báðum ákæruliðum.

Aðalmeðferð málsins hefur ekki verið ákveðin en gera má ráð fyrir að hún fari fram í júní.


Tengdar fréttir

Olsen í áframhaldandi gæsluvarðhald

Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Fangar komi vel fram við meintan morðingja

Afstaða, félag fanga, biðlar til fanga á Hólmsheiði að sýna Thomasi Möller Olsen virðingu. Hann er grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, Samfangar hafi talað digurbarkalega um hvernig þeir vildu taka á móti honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×