Innlent

Þolinmæði fatlaðra á þrotum

Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar.
Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar.
Ferðaþjónusta fatlaðra hefur ekki leyfi til að leggja í bílastæði merkt fötluðum. Drög að nýrri reglugerð um bílastæðakort fyrir fatlaða hafa legið óhreyfð síðan árið 2012. Varaformaður Sjálfsbjargar segir þolinmæði hreyfihamlaðra á þrotum. Gamla reglugerðin sé síðan um aldamótin.

„Það eru nokkrir hlutir sem verða að komast á hreint. Til að mynda er engin skrá yfir útgefin stæðiskort. Nú er það þannig að allir þeir sem fá vottorð frá lækni fá útgefin kort og erfitt er að gera sér í hugarlund hversu mörg eru í umferð,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar.

„Einnig þurfum við að fá í reglugerð að ferðaþjónusta fatlaðra megi leggja í P-merkt stæði. Ferðaþjónustan hefur ekki heimild til þess í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×