Innlent

Þök hrynja undan snjóþunga

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn hafa tekið þátt í að moka snjó af þökum opinberra bygginga.
Hermenn hafa tekið þátt í að moka snjó af þökum opinberra bygginga. Vísir/AP
Eigendur heimila og verslana kepptust við að moka snjó af þökum sínum í Vesturhluta New York ríkis í gær þar sem fjöldi þaka hrundi. Snjór hafði fallið látlaust af himni í þrjá daga hefur hann þyngst eftir að það hlýnaði í veðri.

Talið er að ástandið gæti versnað enn frekar þar sem rigningu er spáð á svæðinu um helgina. Því gæti snjórinn þyngst meira og víða eru möguleikar á flóðum.

Samkvæmt AP fréttaveitunni voru rúmlega 50 manns flutt af heimilum sínum í tveimur bæjum í Vestur-New York vegna þess að þök húsa hrundu. Þá þurftu 180 manns að flýja elliheimili eftir að starfsfólk varð vart við búlgur á loftinu.

Í bænum Bellevue hrundi þak rúmlega tólf húsa og þar að auki hrundi þak vöruskemmu. Í vöruskemmunni var geymt jólaskraut og talið er að tjónið sé gífurlegt.

Talið er að tíu manns hafi látíð lífið vegna óveðursins. Þá hafa vegir verið ófærir, skólar lokaðir og matvöruverslanir hafa tilkynnt skort á mjólk og brauði.


Tengdar fréttir

Búist við enn meira fannfergi í Bandaríkjunum

Íbúar í norðurhluta Bandaríkjanna búa sig nú undir enn meiri snjókomu en sjö eru látnir eftir stórhríð sem þar geisaði í gær. Nú spá veðurfræðingar allt að einum metra af jafnföllnum snjó í New York ríki í dag.

Neyðarástand í New York

Allt að 180 sentímetrar af snjó hafa fallið á svæðinu og fimm eru látnir.

Fannfergi og frost vestra

Vetrarhörkur hafa skollið á íbúum Bandaríkjanna nú í vikunni, óvenju snemma árs. Næturfrost var í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu nótt. Líka á Hawaii.

Fastar í snjó í 30 tíma

Það fór betur en á horfðist þegar bandarískt kvennalið í körfubolta var að reyna að komast heim eftir keppnisferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×