Innlent

Þjófapar í ópíumvímu dæmt

Par var dæmt í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa stolið fjölmörgum hlutum á árinu. Brotahrinan hófst í janúar þegar þau stálu skeggsnyrti, hárklippum og þráðlausum USB móttakara úr verslun Elko.

Fólki stal svo allt frá tannbursta upp í leikjatölvu.

Parið, sem var í mikilli vímuefnaneyslu þegar brotin voru framin, játuðu brotin skýlaust. Konan hafði leitað sér aðstoðar vegna ópíumfíknar. Það gerði hún með því að fara í meðferð á Vog og í eftirmeðferð.

Þar af leiðandi var dómur hennar skilorðsbundinn, en hún var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var aftur á móti dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotin, en með brotinu nú rauf hann skilorðsbundna dóma sem hann hafði hlotið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×