SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Ţjóđverjar hafna fullyrđingum Trump um NATO skuldir ţeirra

 
Erlent
19:47 19. MARS 2017
Ursula von der Leyen.
Ursula von der Leyen. VÍSIR/EPA

Varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, hafnar fullyrðingum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Þýskaland skuldi NATO og Bandaríkjunum háar fjárhæðir vegna varna. Reuters greinir frá.

Ummæli ráðherrans koma í kjölfar tísta Trump eftir fund hans með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem hann sagði að Þýskaland skuldi NATO og Bandaríkjunum háar fjárhæðir vegna öflugra og rándýrra varna sem Þýskalandi eru tryggðar.

Ráðherrann benti á að varnarbandalagið hafi engin gögn sem sýni fram á hvað hvert ríki skuldi bandalaginu. Þannig benti hún á að útgjöld meðlima NATO til varnarmála séu töluvert flóknari en svo að hægt sé að taka saman hvað þau skuldi bandalaginu. Slík útgjöld fari líka til annarra verkefna eins og friðargæsluverkefna á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Hún sagði jafnframt að allir væru sammála um það að dreifa þyrfti álagi af varnarmálum á fleiri ríki en til þess að slíkt gæti gerst, yrðu ríki heimsins að koma sér saman um öryggismál, líkt og á vettvangi NATO, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðunum.

Á fundi sínum með Trump, tók Merkel fram að Þýskaland væri reiðubúið til þess að taka á sig að auka útgjöld til varnarmála, en þau eru í dag um 1,18 prósent af heildarútgjöldum þýska ríkisins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ţjóđverjar hafna fullyrđingum Trump um NATO skuldir ţeirra
Fara efst