Lífið

Þjóðsöngurinn ómar um stræti Parísar

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Stemningin við Rauðu mylluna var ógleymanleg.
Stemningin við Rauðu mylluna var ógleymanleg. Vísir/Viktor Steinarsson
Íslenski stuðningsmannahópurinn í Frakklandi safnast saman í dag við Rauðu mylluna (eða Moulin Rouge) í París til þess að hita upp fyrir leikinn á móti Austurríki.

Eins og flestir vita kemur það í ljós í dag hvort Ísland komist áfram á EM-mótinu í knattspyrnu.

Stemningin fyrir leiknum er mögnuð og eru þeir sem á svæðinu eru duglegir við að deila myndböndum á samfélagsmiðlum svo að þeir sem heima eru geti verið með í anda. Nánast öll gatan er blá, ef svo má að orði komast, og allir syngjandi. Enda er nauðsynlegt að hita upp fyrir landsleiki af þessari stærðargráðu.

Þjóðsöngurinn ómaði því yfir stræti Parísar rétt í þessu sem gerist líklegast ekki á hverjum degi.

Myndband af því þegar Íslendingarnir sungu þjóðsönginn má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×