Innlent

Þjóðin treystir ESB frekar en ríkisstjórninni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokks.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokks. Vísir / GVA
Fleiri Íslendingar treysta Evrópusambandinu en ríkisstjórninni og Alþingi. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR á trausti Íslendinga til stofnana í samfélaginu. Niðurstöðurnar voru birtar í gær.

Samkvæmt niðurstöðunum treystir fjórðungur þjóðarinnar Evrópusambandinu á meðan aðeins 17,4 prósent segjast treysta ríkisstjórninni. Traust til ESB er svipað og traust þjóðarinnar til Seðlabankans, sem er 25,1 prósent, en það mælist með mun meira traust en Alþingi, sem 12,8 prósent segjast treysta.

Sé horft á hina hliðina á peningnum kemur í ljós að einnig eru mun fleiri sem segjast bera lítið traust ríkisstjórnarinnar en til ESB. 41,9 prósent segjast bera lítið traust til sambandsins en 62,6 prósent til ríkisstjórnarinnar.

Aðrir sögðust hvorki bera mikið né lítið traust til aðilanna sem spurt var um eða svöruðu ekki um viðkomandi aðila.

Hægt er að lesa nánar um niðurstöðurnar í frétt Vísis sem birtist í gær.


Tengdar fréttir

Lögreglan nýtur áfram mest trausts

MMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana samfélagsins. Flestir sögðust bera mikið traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Ríkisútvarpsins og Landsvirkjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×