Erlent

Þjóðarsorg í Tyrklandi í dag

Vísir/AFP
Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Tyrklandi í dag til að minnast þeirra sem létust á Ataturk flugvelli í fyrrakvöld. Fjörutíu og tveir liggja í valnum, þar af eru þrettán erlendir ríkisborgarar. Á þriðja hundrað manns særðust einnig í árásinni sem framin var af þremur svartklæddum mönnum sem komu á flugvöllinn í leigubíl.

Þeir hófu skothríð við innganginn að brottfararsal flugstöðvarinnar og þegar lögreglumenn skutu á móti sprengdu þeir sig í loft upp allir þrír. Af hinum slösuðu eru fjörutíu á gjörgæslu. Enginn hefur lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér en Tyrkir segja allt benda í átt að ISIS og sama segir bandaríska leyniþjónustan CIA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×