Erlent

Þjóðaratkvæði óumflýjanlegt

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Alex Salmond segir Skotar líklegri en Breta til að vilja halda áfram í ESB.
Alex Salmond segir Skotar líklegri en Breta til að vilja halda áfram í ESB. nordicphotos/afp
Skotland Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands, sagði í viðtali við BBC í gær að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands væri óumflýjanleg.

Hann sagði að spurningin snerist frekar um tímasetningar.

Hann sagði að yfirvofandi þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í Evrópusambandinu skipti miklu máli í því samhengi en Skotar þykja líklegri til að vilja halda áfram í ESB þótt Englendingar vildu það hugsanlega ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×