Innlent

Þjálfunarbann til Félagsdóms

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra
Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Vísir/Stefán
Samtök atvinnulífsins munu vísa fyrirhuguðu þjálfunarbanni hjá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra til Félagsdóms. Flugumferðarstjórar fengu bréf þess efnis í gær.

Þjálfunarbannið á að hefjast þann 6. maí næstkomandi en enginn fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd ISAVIA hefur verið boðaður fyrir þann tíma.

„Það fer þá bara þá leið og við unum bara þeirri niðurstöðu sem kemur úr því,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Kjaradeilan hefur nú staðið yfir frá því í nóvember og hafa síðustu fundir verið haldnir hjá ríkissáttasemjara. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra, sem tók gildi þann 6. apríl síðastliðinn.

Sigurjón segir flugumferðastjóra ákveðna að halda aðgerðum áfram en að lítið miði áfram í kjaraviðræðum að svo stöddu.

„Viðræðurnar eru í raun „stopp“ í augnablikinu,“ segir hann. „Við teljum okkur ekki hafa verið að fylgja launaþróun á almennum markaði, miðað við sambærilegar stéttir, og það má segja að allt strandi á því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×