MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Ţjálfarinn sem setti Viđar Örn á bekkinn ráđinn landsliđsţjálfari Kína

 
Fótbolti
14:30 03. FEBRÚAR 2016
Gao Hongbo stýrir Kína í nćstu leikjum.
Gao Hongbo stýrir Kína í nćstu leikjum. VÍSIR/GETTY

Gao Hongbo, fyrrverandi þjálfari Íslendingaliðsins Jiangsu Suning, er tekinn við landsliðsþjálfarastarfi Kína til bráðabirgða eftir að Frakkinn Alain Perrin sagði starfi sínu lausu í janúar.

Hongbo var þjálfari Viðars Arnar Kjartanssonar og Sölva Geirs Ottesen hjá Jiangsu framan af síðustu leiktíð en var rekinn í júlí þegar liðinu gekk hvað verst.

Viðar Örn gat lítið annað en fagnað brottrekstri Hongbo sem setti Viðar Örn á bekkinn fjóra leiki í röð áður en hann var rekinn þrátt fyrir að Selfyssingurinn væri búinn að skora sex mörk í fimmtán leikjum.

„Það var mjög óverðskuldað því mér finnst ég hafa spilað vel og skorað mörk og lagt upp slatta af mörkum líka. Fólkið og pressan hérna í Kína eru líka á sama máli,“ sagði Viðar Örn í viðtali við Fótbolti.net þegar Hongbo var rekinn.

Eftir að Hongbo lét af störfum hjá Jiangsu horfði allt til betri vegar, en liðið endaði um miðja deild og varð bikarmeistari. Við miklu var búist af Hongbo þegar hann kom til Jiangsu, en hann var landsliðsþjálfari Kína frá 2009-2011. Hann verður nú landsliðsþjálfari á ný þar til eftirmaður Perrin finnst.

Undir stjórn Perrin vann Kína alla leiki sína í Asíubikarnum í september á síðasta ári í fyrsta skipti í ellefu ár. Liðið var slegið úr keppni af Ástralíu sem stóð svo uppi sem sigurvegari.

Kína hefur aðeins einu sinni komist á HM en það var í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Kínverska ríkið ætlar liðinu sæti á næstu heimsmeistaramótum og hefur látinn mikinn pening í kínverska fótboltann til að byggja upp gott landslið, að því fram kemur í frétt Yahoo Sports.

Eftir að Hongbo var rekinn frá Jiangsu var hann ráðinn aðstoðarþjálfari hollenska liðsins ADO Den Haag, en það er í eigu kínversks stórfyrirtækis.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ţjálfarinn sem setti Viđar Örn á bekkinn ráđinn landsliđsţjálfari Kína
Fara efst