Fótbolti

Þjálfari Tyrkja: Munurinn á hitastigi í Tyrklandi og á Íslandi gæti hafa skipt máli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fatih Terim (til hægri) á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld.
Fatih Terim (til hægri) á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Vísir/KTD
Fatih Terim, þjálfari Tyrkja, kom hóstandi inn á blaðamannafundinn að loknum 2-0 sigri íslenska landsliðsins á því tyrkneska á Laugardalsvelli í kvöld.

„Ég vil byrja á að óska Íslandi til hamingju með sigurinn,“ sagði Terim sem studdist við túlk til að ræða við íslensku blaðamennina. Íslenska pressan spurði reyndar aðeins einnar spurningar en tyrknesku kollegarnir biðu í ofvæni eftir að fá svör frá þjálfaranum.

Terim sagði að frá tíundu til fimmtándu mínútu hefði tyrkneska liðið náð sér vel á skrið og leikur liðsins litið vel út þar til Tyrkrnir skoruðu sjálfsmark. Eftir markið hefði lítið gengið allt til loka og ekki væri hægt að segja að liðið hefði spilað vel í kvöld.

Aðspurður um hvort veðrið hefði leikið sinn þátt sagði hann það vel mögulegt enda væri munurinn í hitastigi á Íslandi og í Tyrklandi um 20 til 25 stig.

Terim virkaði ekki heill til heilsu, hóstaði mikið á fundinum og spurning hvort kuldinn á Íslandi eigi sinn þátt í slappleika þjálfarans.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×