Ţjálfari sem Blikar reyndu viđ tekinn viđ Kára Árna og félögum

 
Fótbolti
12:30 08. JANÚAR 2016
Allan Kuhn stýrir Aab í Meistaradeildinni 2008.
Allan Kuhn stýrir Aab í Meistaradeildinni 2008. VÍSIR/GETTY

Kári Árnason og félagar í Malmö fengu í dag nýjan þjálfara þegar Daninn Allan Kuhn var ráðinn til starfa. Þetta kemur fram á heimasíðu Malmö.

Malmö var þjálfaralaust eftir að Norðmaðurinn Åge Hareide sagði upp störfum í desember og tók við danska landsliðinu.

Kuhn, sem er 47 ára gamall, hefur verið aðstoðarþjálfari Aab í Danmörku síðan 2011 en hann var einnig aðalþjálfari Midtjylland frá 2009-2011.

Daninn tók í smá tíma við Aab sem bráðabirgðastjóri í október 2008 og stýrði liðinu til þriðja sætis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Kuhn var á óskalista Breiðabliks fyrir síðasta tímabil en samningaviðræður gengu ekki upp eins og kom fram á Vísi. Arnar Grétarsson var svo ráðinn og skilaði Blikum í annað sætið á sínu fyrsta tímabili í Kópavoginum.

Malmö er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum en það varð Svíþjóðarmeistari 2010, 2013 og 2014. Það hefur í heildina unnið sænsku deildina 18 sinnum.

Malmö komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð en hafnði í síðasta sæti síns riðils á eftir PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ţjálfari sem Blikar reyndu viđ tekinn viđ Kára Árna og félögum
Fara efst