Fótbolti

Þjálfari Portúgals: Fótboltaheimurinn er ekki hræddur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals.
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals. vísir/getty
Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segir afar mikilvægt að vináttulandsleikur Portúgala og Belga fari fram. Það sýni að fótboltaheimurinn sé óhræddur.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Brussel en vegna hryðjuverkanna í belgísku höfuðborginni í síðustu viku var honum aflýst. Portúgalir buðust hins vegar til að annast framkvæmd leiksins sem fer fram í borginni Leiria.

Sjá einnig: Forsætisráðherra Frakklands: EM verður haldið

„Þetta er mikilvægur leikur og með honum sendum við sterk skilaboð. Fótboltaheimurinn er ekki hræddur, fólkið er ekki hrætt,“ sagði Santos sem tók við portúgalska landsliðinu haustið 2014.

„Leikurinn gat ekki farið fram í Brussel en það er frábær lausn að spila hann hér. Þetta hefði verið mjög tilfinningaþrungið ef leikurinn hefði farið fram strax eftir árásirnar en nú hafa nokkrir dagar liðið,“ bætti Santos við.

Auk leiksins við Belgíu í kvöld eiga Portúgalir eftir að mæta Noregi, Englandi og Eistlandi áður en þeir mæta Íslandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×